Sigmundur kjörinn formaður

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kjörinn formaður Framsóknarflokksins í dag.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kjörinn formaður Framsóknarflokksins í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Formaður kjör­stjórn­ar Fram­sókn­ar­flokks­ins, Hauk­ur Ingi­bergs­son, seg­ir að ákveðin mis­tök hafi átt sér stað við taln­ingu at­kvæða í for­manns­kjöri Fram­sókn­ar­flokks­ins og Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son því rétt kjör­inn formaður. Áður hafði verið til­kynnt um að Hösk­uld­ur Þór­halls­son hafi verið kjör­inn formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Það er óhætt að segja að and­rúms­loftið hafi verið raf­magnað hér á flokksþing­inu þegar Hösk­uld­ur átti að fara að ávarpa þingið þá var hætt við það þar sem ein­hver mis­tök höfðu átt sér stað við taln­ingu at­kvæða. Í ljós kom að þegar til­kynnt var um nýj­an formann kom í ljós að rugl­ast hafði verið á dálk­um.

Það er því Sig­mund­ur Davíð sem fékk 449 at­kvæði en Hösk­uld­ur fékk 340 at­kvæði en ekki öf­ugt líkt og til­kynnt var fyrst. 

 801 at­kvæði voru greidd í síðari um­ferðinni. Sig­mund­ur Davíð fékk flest at­kvæði 351 at­kvæði eða 40,9% í fyrri um­ferðinni en Hösk­uld­ur fékk 325 at­kvæði eða 37,9%. Nýj­ar regl­ur sem samþykkt­ar voru á flokksþing­inu kveða á um að ef eng­inn fær yfir 50% at­kvæða skal kjósa á ný um þá tvo fram­bjóðend­ur sem fengu flest at­kvæði í fyrri um­ferðinni.

Páll Magnús­son, bæj­ar­rit­ari í Kópa­vogi fékk 18,9% at­kvæða í fyrri um­ferðinni eða 162 at­kvæði. Aðrir sem buðu sig fram, Jón Vig­fús Guðjóns­son, Lúðvík Gizur­ar­son, fengu mun færri at­kvæði en alls greiddu 858 at­kvæði í fyrri um­ferðinni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert