Gullmerki Eimskips afhent í gær

Forstjóri Eimskips ásamt Gullmerkjahöfum. Frá vinstri: Sigurjón Nílssen, Magnús Bergsson, …
Forstjóri Eimskips ásamt Gullmerkjahöfum. Frá vinstri: Sigurjón Nílssen, Magnús Bergsson, Gunnar Örn Árnasson, Elfa Brynja Sigurðardóttir og Áslaug Gunnarsdóttir. Steinþór Hreinsson var á sjó og komst því ekki. mbl.is/Árni Sæberg

Fimm starfsmönnum Eimskips var um helgina afhent Gullmerki félagsins fyrir 25 ára starfsferil. Sú hefð hefur skapast að allir starfsmenn sem starfað hafa hjá Eimskip í 25 ár séu heiðraðir með gullmerkinu ýmist á árshátíð eða afmælisdegi félagsins, en Eimskip varð einmitt 95 ára um helgina og var haldið upp á afmælið í Sjóminjasafninu.

Gullmerkið í þetta skiptið hlutu þau Sigurjón Nilsen háseti á Goðafossi, Magnús Bergsson rafvirki á rafmagnsverkstæði Eimskips, Gunnar Örn Árnason verkstjóri í gámafærsluþjónustu, Elfa Brynja Sigurðardóttir ráðgjafi í viðskiptaþjónustu, Áslaug Guðjónsdóttir deildarstjóri í fjárstýringu og Steinþór Hreinsson bátsmaður á Dettifossi.

Gullmerki Eimskips var fyrst afhent þann 18. janúar 1964 á árshátið félagsins. Það var hinsvegar ekki fyrr en 17. janúar 1988 sem byrjað var að heiðra verkamenn og undirmenn á skipunum fyrir 25 ára starf og fengu 60 manns gullmerki félagsins það árið. Síðan þá hafa allir starfsmenn með 25 ára starfsaldur hlotið gullmerkið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka