Ekki stjórnarslit í augnablikinu

00:00
00:00

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son formaður VG seg­ir að stjórn­ar­sam­starfið sé vita­skuld búið og það sé mik­ill ábyrgðar­hluti af stjórn­ar­flokk­un­um að halda því lif­andi við þess­ar aðstæður með til­heyr­andi ráðleysi og dáðleysi. Það hafi verið ljóst strax í nóv­em­ber hvert stefndi.  Hann seg­ir að það sé mik­ill ábyrgðar­hluti af stjórn­ar­flokk­un­um að halda lífi í rík­is­stjórn­inni við þess­ar aðstæður. Það sé fyr­ir löngu úti um að þess­ari rík­is­stjórn tak­ist að end­ur­vinna traust kjós­enda.

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir fé­lags­málaráðherra er ekki sömu skoðunar og Stein­grím­ur og tel­ur ekki full­reynt enn hvort stjórn­in haldi þrátt fyr­ir að mikið beri á milli í ýms­um mál­um. Hún seg­ist trúa því að rík­is­stjórn­in haldi velli þrátt fyr­ir ókyrrð í Sam­fylk­ing­ar­fé­lagi Reykja­vík­ur og þrátt fyr­ir að þing­húsið hafi skolfið und­an mót­mæl­um í dag. Að minnsta kosti er hún þeirr­ar skoðunar í augna­blik­inu, eins og kem­ur fram í viðtali við hana eft­ir rík­is­stjórn­ar­fund í morg­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka