Framsóknarflokkurinn með 17% fylgi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Árni Sæberg

Stuðning­ur við Fram­sókn­ar­flokk­inn hef­ur auk­ist mikið milli kann­ana MMR á fylgi stjórn­mála­flokka og stuðningi við rík­is­stjórn­ina. Stuðning­ur við Fram­sókn­ar­flokk­inn mæl­ist nú rétt yfir 17%. Þetta er veru­leg breyt­ing frá síðustu könn­un þegar rétt um 5% sögðust kjósa Fram­sókn­ar­flokk­inn væri gengið til kosn­inga í nú. Sam­an­lagt segj­ast 41% styðja rík­is­stjórn­ar­flokk­anna.

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son var kjör­inn nýr formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins á lands­fundi flokks­ins á sunnu­dag. Á fund­in­um var kjör­inn nýr vara­formaður, Birk­ir Jón Jóns­son og rit­ari Eygló Harðardótt­ir. Öll eru þau ný í for­ystu flokks­ins. Könn­un­in, sem var net- og síma­kosn­ing var gerð 20.-21. janú­ar.

Vinstri græn­ir með mest­an stuðning

Í til­kynn­ingu frá MMR kem­ur fram að stuðning­ur við Sam­fylk­ing­una minnk­ar mikið og fer úr 27,1% í 16,7%. Fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins held­ur áfram að dala og mæl­ist nú 24,3%. Sam­an­lagt fylgi rík­is­stjórn­ar­flokk­anna mæl­ist nú í fyrsta skipti á kjör­tíma­bil­inu und­ir helm­ingi, eða 41%.

Vinstri græn­ir mæl­ast enn stærsti flokk­ur­inn, en 28,5% aðspurðra sögðust kjósa flokk­inn væri gengið til kosn­inga í dag. Fylgi Frjáls­lyndra mæl­ist nærri óbreytt í 3% og fylgi Íslands­hreyf­ing­ar 2,2%. Tæp 8% sögðust vilja kjósa aðra stjórn­mála­flokka en buðu fram síðast.

Um­tals­verður mun­ur mæl­ist á fylgi við Fram­sókn­ar­flokk­inn eft­ir bú­setu. Þannig nýt­ur flokk­ur­inn stuðnings 13% höfuðborg­ar­búa en fylgið mæl­ist öllu meira á lands­byggðinni, eða 24%. Nokk­ur mun­ur er jafn­framt á fylgi annarra flokka eft­ir bú­setu svar­enda. Minnst­ur mun­ur á fylgi eft­ir bú­setu mæl­ist hjá Vinstri græn­um, en flokk­ur­inn mæl­ist með 28-29% fylgi hvort held­ur sem er á höfuðborg­ar­svæðinu eða lands­byggðinni.

Tæp­lega fjórðung­ur styður rík­is­stjórn­ina

Stuðning­ur við rík­is­stjórn­ina held­ur áfram að dala og mæl­ist nú 24,2% sem er 10% lægri en í byrj­un des­em­ber 2008. Stuðning­ur við rík­is­stjórn­ina meðal þeirra sem segj­ast myndu kjósa Sam­fylk­ing­una minnk­ar um tæp 18% frá í des­em­ber og stend­ur nú í 34,7%.

Nán­ar um skoðana­könn­un MMR

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka