Færri fylgjandi ESB-aðild

Fánar Evrópusambandsins blakta utan við höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel.
Fánar Evrópusambandsins blakta utan við höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel. mbl.is/GSH

Sam­kvæmt nýrri skoðana­könn­un sem Capacent Gallup fram­kvæmdi fyr­ir Sam­tök iðnaðar­ins í janú­ar eru 56,4% svar­enda hlynnt því að tekn­ar verði upp aðild­ar­viðræður við Evr­ópu­sam­bandið. Það er held­ur lægra hlut­fall en í hliðstæðri könn­un sem gerð var í des­em­ber þegar 65,5% aðspurðra voru hlynnt aðild­ar­viðræðum.

Hlut­fall þeirra sem eru and­víg­ir aðild­ar­viðræðum var 25,4% í janú­ar en 19,7% í des­em­ber á liðnu ári.

Einnig var spurt um viðhorf til aðild­ar Íslands að ESB og reynd­ust 37,7% aðspurðra hlynnt aðild en 38,3% and­víg. Hlut­fall þeirra sem segj­ast hlynnt­ir aðild hef­ur dvínað jafnt og þétt frá því í októ­ber á síðasta ári þegar hlut­fall hlynntra var 51,7% en á sama tíma var hlut­fall and­vígra 27,1%.

Þegar spurt var um hvaða leið væri æski­leg­ust til að taka ákvörðun um hugs­an­lega aðild Íslands að ESB töldu 46,3% æski­leg­ast að efnt yrði til þjóðar­at­kvæðagreiðslu um aðild­ar­um­sókn og kosið um niður­stöður, yrði gengið til samn­ingaviðræðna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert