Fylgi VG mælist rúmlega 32%

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, Fylgi flokksins mælist nú yfir …
Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, Fylgi flokksins mælist nú yfir 32%. mbl.is/Ómar

Fylgi Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar-græns fram­boðs mæl­ist 32,6% í skoðana­könn­un, sem Frétta­blaðið birt­ir í dag. Fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins eykst einnig veru­lega og mæl­ist 16,8% en fylgi Sam­fylk­ing­ar og Sjálf­stæðis­flokks held­ur áfram að minnka. Aðeins 20,3% segj­ast styðja rík­is­stjórn­ina og hef­ur stuðning­ur­inn aldrei mælst minni.

Fylgi Sam­fylk­ing­ar­inna mæl­ist nú 19,2% og hef­ur ekki verið minna í tvö ár. Fylgi Sjálf­stæðis­flokks mæl­ist 22,1%. Fylgi Frjáls­lynda flokks­ins mæl­ist 3,7%.

Flest­ir, eða 45,1%, segj­ast vilja þjóðstjórn fram að næstu kosn­ing­um. Fjórðung­ur vill að nú­ver­andi rík­is­stjórn haldi áfram þar til kosið er, en 18,2 pró­sent vilja stjórn Sam­fylk­ing­ar og Vinstri grænna, með stuðningi Fram­sókn­ar­flokks.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka