Prófessor í stjórnmálafræði: Óvenjulegt frumkvæði

Ólafur Ragnar Grímsson og Ólafur Þ. Harðarson. Kristín Ingólfsdóttir, rektor, …
Ólafur Ragnar Grímsson og Ólafur Þ. Harðarson. Kristín Ingólfsdóttir, rektor, er á milli þeirra. Mbl.is / Kristinn

 Ólaf­ur Þ. Harðar­son, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði, seg­ir að for­set­inn sé að gera sig meira gild­andi og sýni óvenju­lega mikið frum­kvæði, um það hlut­verk sem for­set­inn virðist vera að marka sér í stjórn­ar­mynd­un.

Ólaf­ur seg­ir jafn­framt að fram hafi komið áður að Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son telji að þingrofs­rétt­ur­inn sé hjá embætti for­seta. „Hann lít­ur svo á að for­sæt­is­ráðherra hafi til­lögu­rétt en for­set­inn meti það sjálf­stætt hvort hann verði við ósk­inni eða ekki,“ seg­ir Ólaf­ur.

Ólaf­ur bend­ir á að Sveinn Björns­son for­seti neitaði Ólafi Thors, þáver­andi for­sæt­is­ráðherra, um þingrof árið 1950 en þá hafði áður verið samþykkt van­traust á rík­is­stjórn­ina, sem sat í skjóli minni­hluta. „Ég er ekki viss um hvort þessi ákvæði um þingrofs­rétt­inn séu nægi­lega skýr.“

Aðspurður um þau orð Ólafs Ragn­ars að ekki komi til greina að veita stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð í kvöld seg­ir Ólaf­ur Þ. að for­menn, sem komi sér sam­an um stjórn og hafi þing­meiri­hluta á bakvið sig og bendi á til­tek­inn mann, þá beri að veita þeim manni umboðið, það sé al­veg skýrt.

„Það er einnig óvenju­legt að for­seti geri þetta með þess­um hætti. Hann er að gera sig meira gild­andi og er að sýna óvenju­lega mikið frum­kvæði. Hann get­ur auðvitað rætt við for­menn flokk­anna um það sem hann vill en hins veg­ar sem­ur hann ekki stjórn­arsátt­mála eða seg­ir for­mönn­um fyr­ir verk­um. Það er al­veg ljóst. Ef það er skýr meiri­hluti fyr­ir mynd­un rík­is­stjórn­ar hef­ur hann ekk­ert svig­rúm. Ef stjórn­mála­menn koma sér ekki sam­an um stjórn er svig­rúm for­set­ans hins veg­ar meira,“ seg­ir Ólaf­ur.   

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka