Framsókn í sókn, Samfylking tapar fylgi

Miklar sveiflur mælast í fylgi við stjórnmálaflokkana í janúarmánuði
Miklar sveiflur mælast í fylgi við stjórnmálaflokkana í janúarmánuði mbl.is/Brynjar Gauti

Fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins hef­ur auk­ist mikið milli mánaða og mæl­ist flokk­ur­inn nú með 15% stuðning kjós­enda sam­kvæmt Þjóðar­púlsi Gallup. Þetta er sjö pró­sentu­stiga aukn­ing frá því í des­em­ber. Fylgi Sam­fylk­ing­ar hef­ur hins­veg­ar minnkað um sex pró­sentu­stig á sama tíma og mæl­ist nú 22%.

Fylgi annarra flokka breyt­ist lítið milli mánaða sam­kvæmt Þjóðar­púls­in­um. Vinstri hreyf­ing­in - grænt fram­boð nýt­ur mests stuðnings kjós­enda, eða 30% á meðan Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mæl­ist með rúm­lega 24% fylgi. Frjáls­lyndi flokk­ur­inn og Íslands­hreyf­ing­in mæl­ast hvor fyr­ir sig með tæp 3%. Um 4% segj­ast ætla að kjósa önn­ur fram­boð en þau sem voru í boði í síðustu Alþing­is­kosn­ing­um.

Greini­legt er að lands­fund­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins, þar sem Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son var kos­inn formaður, marki þátta­skil í fylgi við flokk­inn því þá eykst það um níu pró­sentu­stig milli vikna. Fylgið dalaði síðan aft­ur í loka­viku mánaðar­ins.

Fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins var nokkuð stöðugt fram­an af mánuðinum í 22-23% en eft­ir að til­kynnt var um stjórn­arslit tók fylgið kipp í síðustu viku mánaðar­ins og mælt­ist fylgið rúm 31% vik­una 26.-29. janú­ar.

Fylgi Sam­fylk­ing­ar þró­ast með svipuðum hætti og Sjálf­stæðis­flokks, er nokkuð stöðugt fram að stjórn­arslit­um en tek­ur smá kipp eft­ir það. Fylgi Vinstri grænna er hins­veg­ar í há­marki í upp­hafi janú­ar­mánaðar en lækk­ar eft­ir því sem líður á hann og fer þannig úr 36% í upp­hafi niður í 21% síðustu dag­ana.

Stuðning­ur við frá­far­andi rík­is­stjórn hef­ur aldrei mælst minni en í janú­ar frá upp­hafi sam­starfs­ins. Aðeins 26% sögðust styðja stjórn­ina, sem er tíu pró­sentu­stig­um minni stuðning­ur en í des­em­ber. Frá og með mánu­deg­in­um 26. janú­ar þegar upp úr slitnaði var ekki spurt um stuðning við rík­is­stjórn­ina.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka