Hraðbanka stolið í Hveragerði

Sunnumörk er fyrir miðri mynd.
Sunnumörk er fyrir miðri mynd. Margrét Hallgrímsdóttir

Hraðbanka Spari­sjóðsins á Suður­landi var stolið úr and­dyri versl­un­ar­miðstöðvar­inn­ar Sunnu­mark­ar í Hvera­gerði í nótt. Þjófnaður­inn upp­götvaðist um klukk­an 11.00 í morg­un þegar starfs­fólk mætti til vinnu í versl­un­ar­miðstöðinni.

Rann­sókn máls­ins er á frum­stigi, að sögn lög­regl­unn­ar á Sel­fossi. Meðal ann­ars er verið að skoða hvort þjófnaður­inn hafi náðst í ör­ygg­is­mynda­vél. Hún vildi ekki upp­lýsa hvað mikl­ir pen­ing­ar voru í hraðbank­an­um. 

Þeir sem urðu var­ir við grun­sam­leg­ar manna­ferðir í nótt við Sunnu­mörk eru beðnir að hafa sam­band við lög­regl­una á Sel­fossi í síma 480-1010.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka