Hraðbanka stolið í Hveragerði

Sunnumörk er fyrir miðri mynd.
Sunnumörk er fyrir miðri mynd. Margrét Hallgrímsdóttir

Hraðbanka Sparisjóðsins á Suðurlandi var stolið úr anddyri verslunarmiðstöðvarinnar Sunnumarkar í Hveragerði í nótt. Þjófnaðurinn uppgötvaðist um klukkan 11.00 í morgun þegar starfsfólk mætti til vinnu í verslunarmiðstöðinni.

Rannsókn málsins er á frumstigi, að sögn lögreglunnar á Selfossi. Meðal annars er verið að skoða hvort þjófnaðurinn hafi náðst í öryggismyndavél. Hún vildi ekki upplýsa hvað miklir peningar voru í hraðbankanum. 

Þeir sem urðu varir við grunsamlegar mannaferðir í nótt við Sunnumörk eru beðnir að hafa samband við lögregluna á Selfossi í síma 480-1010.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka