Jóhanna þakkaði traustið

Jóhanna Sigurðardóttir á Bessastöðum.
Jóhanna Sigurðardóttir á Bessastöðum. mbl.is/Ómar

„Verk­efnið framund­an er fyrst og fremst að reisa við at­vinnu­veg­ina og slá skjald­borg um heim­il­in í land­inu, þétta það ör­ygg­is­net sem heim­il­in búa við og við nauðsyn­lega þurf­um á að halda á þess­um tím­um,“ sagði Jó­hanna Sig­urðardótt­ir verðandi for­sæt­is­ráðherra að lokn­um fundi henn­ar með for­seta Íslands í dag.

Fundi Jó­hönnu Sig­urðardótt­urr verðandi for­sæt­is­ráðherra með Ólafi Ragn­ari Gríms­syni for­seta Íslands á Bessa­stöðum lauk klukk­an 13.50 í dag. Þau hittu frétta­menn að fund­in­um lokn­um. Jó­hanna þakkaði for­seta Íslands það traust að hafa falið sér umboð til mynd­un­ar nýrr­ar rík­is­stjórn­ar. Hún sagði að stjórn­ar­mynd­un Sam­fylk­ing­ar og Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar græns fram­boðs með stuðningi Fram­sókn­ar­flokks­ins sé nú í burðarliðnum.

„Ver­káætl­un milli Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Vinstri grænna er til­bú­in. Mér er ekk­ert að van­búnaði að mynda þessa rík­is­stjórn,“ sagði Jó­hanna. Hún mun kynna ráðuneyti sitt fyr­ir for­seta Íslands síðar í dag.

„Þessi ver­káætl­un sem nú ligg­ur fyr­ir, ég tel að hún sé þannig upp­byggð og fram­sett að hún geti orðið til þess að draga úr þeirri sundr­ungu og upp­lausn sem við höf­um upp­lifað í sam­fé­lag­inu á und­an­förn­um vik­um og mánuðum. Og þessi ver­káætl­un sé þannig að hún sé leið til sátta framund­an við við þjóðina sem er mjög mik­il­vægt í þeim verk­um sem framund­an eru.“

Þá þakkaði Jó­hanna for­mönn­um Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Vinstri grænna það traust sem þeir sýndu henni með því að hún verði for­sæt­is­ráðherra í þess­ari rík­is­stjórn. 

„Ég vona að þessu rík­is­stjórn sem nú er í burðarliðnum verði far­sæl. Þannig að hún geti leitt þjóðina út úr þeim ógöng­um sem við erum í.Þetta eru viðsjár­verðir tím­ar og erfiðustu tím­ar sem þjóðin hef­ur upp­lifað í marga ára­tugi. Verk­efnið og viðfangs­efnið er að end­ur­reisa ís­lenskt efna­hags­líf eins og við get­um á þeim stutta tíma sem við höf­um og að inn­leiða hér ný gildi í sam­fé­lag­inu sem ég tel nauðsyn­legt.“


Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands og Jóhanna Sigurðardóttir verðandi forsætisráðherra.
Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son for­seti Íslands og Jó­hanna Sig­urðardótt­ir verðandi for­sæt­is­ráðherra. mbl.is/Ó​mar
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert