„Á að hjálpa Íslandi"

Reuters

Norðmenn misstu yf­ir­ráð Íslandi sem þeir höfðu í gegn­um Kalm­arsam­bandið á fjór­tándu öld. Nú vilja and­stæðing­ar Evr­ópu­sam­bands­ins að við kaup­um eyj­una aft­ur til baka til þess að koma í veg fyr­ir að Ísland sæki um Evr­ópu­sam­bandsaðild. Þetta kem­ur fram í rit­stjórn­ar­grein Dagens Nær­ingsliv í dag und­ir fyr­ir­sögn­inni „Á að hjálpa Íslandi".

Er í rit­stjórn­ar­grein­inni vísað til orða Hem­ing Olaus­sen, leiðtoga and­stæðinga ESB í Nor­egi sem seg­ir að breið samstaða sé um að lána Íslend­ing­um háar fjár­hæðir til þess að draga úr skuld­um ís­lenska rík­is­ins og að kaupa til baka rétt­ind­in yfir fiski­skipa­flot­an­um. 

Þar kem­ur fram að Liv Sig­ne Nav­ar­sete, sam­gönguráðherra Nor­egs, sé á sama máli og hún segi að ekki skuli þvinga neitt ríki til inn­göngu í ESB og til að taka upp evru vegna efna­hagserfiðleika. 

Seg­ir í grein­inni að ekki sé ljóst hvort Nav­ar­sete sé ein­ung­is reiðubú­in til að veita Íslend­ing­um hjálp­andi hönd eða hvort hún vilji þurrausa ol­íu­sjóðinn, eða hækka skatta í Nor­egi til þess að koma Króa­tíu, Serbíu, Úkraínu og Tyrklandi til bjarg­ar frá inn­göngu í ESB. 

Rit­stjórn­ar­grein Dagens Nær­ingsliv

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert