Telur hvali geta eyðilagt fiskimiðin

Hnúfubakur í Eyjafirði.
Hnúfubakur í Eyjafirði. Morgunblaðið/ Friðþjófur

Gunnlaugur Konráðsson hrefnuveiðimaður óttast að fiskistofnar við Ísland hrynji ef hvalveiðar verða ekki leyfðar. Fjörutíu ár eru síðan hann fór að eltast við hrefnur fyrst og Gunnlaugur hefur því marga fjöruna sopið á þeim vettvangi, þekkir hafið vel og segir ískyggilegt hve hval hefur fjölgað síðan hann fór fyrst á sjó. Skynsamt fólk geti ekki lokað augunum fyrir því hversu gríðarlega mikinn fisk hvalirnir éti. „Það væri þá alveg eins gott að setja bara hvalinn ofar okkur mönnunum,“ segir hann.

„Ég trúi því ekki að ákvörðun sjávarútvegsráðherra frá því um daginn verði breytt. Einhverjir munu örugglega halda því fram að ekki sé hægt að taka mark á mér vegna þess við hvað ég hef starfað. Ég er hins vegar orðinn rúmlega sextugur og fer að hætta þessu þannig að málið er ekki svo einfalt. Mér ofbýður einfaldlega það sem ég sé,“ segir Gunnlaugur.

Miklu, miklu meira...

Nú segist hann hins vegar ekki geta orða bundist, eftir umræðuna sem spannst í kjölfar þess að starfandi sjávarútvegsráðherra, gaf á dögunum út reglugerð sem heimilaði töluverðar veiðar á hrefnu og langreyði næstu fimm árin.

Hvalir éta mikinn fisk og alveg gríðarlegt magn af loðnu, segir Gunnlaugur. „Það er algjört rugl, eins og haldið hefur verið fram, að hvalir éti lítið annað en svif,“ segir hann og varar ekki síst við hnúfubak. „Best væri að gera út 10-20 skip í heilt sumar og sökkva 10 þúsund dýrum en ég veit að það er ekki raunhæft og verður ekki gert, enda er hnúfubakurinn alfriðaður. Hann var í útrýmingarhættu um miðja síðustu öld en er það ekki lengur.“


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert