Davíð segir ekki af sér

Davíð Oddsson.
Davíð Oddsson. mbl.is/Kristinn

Davíð Odds­son, seðlabanka­stjóri, hef­ur svarað bréfi Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur, for­sæt­is­ráðherra, að hann hafi aldrei hlaupið frá verki sem hann hafi tekið að sér og það muni hann ekki gera nú. Það er því ljóst að hvorki Davíð né Ei­rík­ur Guðna­son verða við beiðni Jó­hönnu um af­sögn úr starfi seðlabanka­stjóra. Ingi­mund­ur Friðriks­son hef­ur hins veg­ar fall­ist á beiðni Jó­hönnu.

Davíð seg­ir í bréf­inu að hann hafi tjáð Jó­hönnu að hann myndi ekki svara er­indi henn­ar fyrr en eft­ir helgi og hún hafi ekki hreyft and­mæl­um við því en hann var stadd­ur er­lend­is þar til á fimmtu­dag.

Seg­ir hann bréfið bera öll merki þess að hafa verið ritað utan ráðuneyt­is­ins, hvort sem það hef­ur verið á  flokks­skrif­stofu eða ann­ars staðar. Það brýt­ur all­ar venj­ur um embætt­is­leg bréf af þessu tagi. Vitað er að ráðuneyt­is­stjóri for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins og helsti tengiliður við pró­gramm Alþjóða gjald­eyr­is­sjóðinn hef­ur verið þvingaður út úr ráðuneyt­inu með áður for­dæma­laus­um hætti, að því er seg­ir í bréfi Davíðs til Jó­hönnu.

For­sæt­is­ráðherr­ann er sem kunn­ugt er einnig efna­hags­ráðherra. Ráðuneyt­is­stjór­inn, sem ýtt var út úr ráðuneyt­inu, er einn kunn­asti hag­fræðing­ur lands­ins og fyrr­ver­andi for­stöðumaður Þjóðhags­stofn­un­ar. Í stað hans kom lög­fræðing­ur, en í bréfi for­sæt­is­ráðherra virðist það helst fundið for­manni banka­stjórn­ar Seðlabank­ans til foráttu að hann sé lög­fræðing­ur en ekki hag­fræðing­ur, seg­ir Davíð jafn­framt í bréf­inu.

„Þegar mér varð ljóst hvers kon­ar bréf hafði borist heim til mín og kynnt í áróðurs­skyni áður en ég hafði tæki­færi til að lesa það og frum­varp lagt fram til að fylgja eft­ir hót­un í bréf­inu, stóð hug­ur minn til þess að láta bréf­inu ósvarað. Af aug­ljós­um ástæðum ber ég mikla virðingu fyr­ir því embætti sem nú­ver­andi for­sæt­is­ráðherra gegn­ir. Og þrátt fyr­ir aug­ljósa ann­marka sem eru á öll­um þess­um mála­til­búnaði vil ég ekki láta hjá líða að mín afstaða sé kunn. Ég var skipaður til starfa 20. októ­ber 2005 til ákveðins af­markaðs tíma. Það starf hef ég reynt að rækja eins vel og ég kann. Það gleður mig, að jafn­vel þeir sem helst vilja leggja til mín hafa ekki getað fundið neitt mál­efna­lega at­huga­vert við störf mín og reynd­ar tekið sér­stak­lega fram að við mín störf sé ekk­ert að at­huga. Ég þurfi bara að fara frá af óefn­is­leg­um ástæðum."

Davíð seg­ir að æ fleiri mönn­um verði ljóst að formaður banka­stjórn­ar per­sónu­lega og banka­stjórn Seðlabank­ans sam­eig­in­lega hafi á und­an­förn­um árum aft­ur og aft­ur varað við því að í óefni stefndi í banka­mál­um þjóðar­inn­ar og þrýst á þá sem ábyrgð báru um að bregðast við í tíma. „Það er hlá­legt að ráðherra úr hópi þeirra sem hl­ustuðu ekki og sjálf lyfti ekki litla fingri til þess að stemma stigu við því sem var að ger­ast skuli nú ganga fram þeim hætti sem hún geri."

Bréf Davíðs Odds­son­ar í heild

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert