Josefsson: Gættu ekki hagmuna sinna nægjanlega vel

Mats Josepsson á blaðamannafundi í dag.
Mats Josepsson á blaðamannafundi í dag. mbl.is/Kristinn

„Þetta er líklega versta efnahagskreppa sem Íslendingar hafa upplifað en ástandið er engu að síður slæmt annars staðar,“ segir sænski bankasérfræðingurinn Mats Josefsson, sem íslensk stjórnvöld fengu til að  skoða leiðir í gegnum bankakreppuna. Hann segir stjórnvöld hér á landi ekki hafa gætt hagsmuna ríkisins nógu vel, þó ákveðið hafi nú verið að ráða fjármálasérfræðing til að gæta hagsmuna ríkisins gagnvart öðrum kröfuhöfum í bönkunum.

Josepsson, formaður nefndar ríkisstjórnarinnar um endurreisn fjármálakerfisins, gerði grein fyrir störfum nefndarinnar á blaðamannafundi í morgun.

Samhæfingarnefndin telur að koma verði á sérstökum eignarstjórnar sjóði sem taki yfir mikilvæg fyrirtæki sem standa illa úr eignasafni bankanna og skipti út fyrir ríkisrekin skuldabréf. „Við viljum koma efnahaglífinu á réttan kjöl á ný og teljum bankana ekki hafa styrkt til að koma á þessum breytingum þó bankastjórnendurnir séu ekki endilega allir á sama máli.“ 

Telur að hreinsa þurfti til í bönkunum

Telur hann 10-15 fyrirtæki geta fallið í þennan flokk. Það valdi honum þá áhyggjum að hafa ekki enn séð fjárhagsreikninga nýju bankanna enda sé skuldastaða þeirra þar með óþekkt.

Hann segir hlutverk samhæfingarnefndarinnar vera að  horfa fram á við, ekki á hvað fór úrskeiðis. Enginn banki geti þó gengið burt frá ábyrgð í þessu máli jafnvel þó þeir vilji e.t.v. telja ábyrgðina annarra. Aðferðarfræðin sem samhæfingarnefndin mælir með eru þá að mestu almenn skynsemi að hans sögn, ekki flókin vísindi.  „Reglurnar eiga að vera gagnsæjar og einfaldar svo allir geta skilið þær. Það þarf líka að hreinsa  bankakerfið svo bankarnir geti hafist handa að fullu.“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert