Útsýnið úr stofuglugganum á Borgarhóli á Seyðisfirði var athyglivert í morgun. Tveir landselir höfðu rennt sér upp á ísskörina á Lóninu rétt neðan við húsið. Sá þriðji lá þar nokkuð frá og nutu þeir allir veðurblíðunnar sem nú er á Seyðisfirði.