Fjórhjól komin í leitirnar

Fjórhjól, líkt og þau sem stolið var í Grindavík.
Fjórhjól, líkt og þau sem stolið var í Grindavík.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fundið þrjú fjórhjól af fimm sem var stolið úr fjórhjólaleigu í Grindavík fyrir helgi. Að sögn varðstjóra fékk lögreglan ábendingu um hvar hjólin væri að finna. Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið.

Talið er að brotist hafi verið inn í leiguna 18. eða 19. febrúar sl. Fimm hjólum, af gerðinni Bombardier Can-Am E-Outlander F400, gulum og svörtum að lit, var stolið.

Auk fjórhjólanna var miklu magni af fylgihlutum fjórhjóla verið stolið, svo sem hjálmum, göllum, skóm og vettlingum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert