Viðskiptaráðuneytið greiddi samtals 12.330.422 kr. í greiðslur til verktaka frá 24. maí 2007 til 1. febrúar 2009. Hæstu greiðsluna, eða 1.123.426 kr, fékk þýðandi fyrir að þýða kauphallar- og verðbréfalög á ensku.
Næsthæstu upphæðina 996.000 kr. fékk ráðningarþjónusta, skv. upplýsingum frá viðskiptaráðuneytinu.
Alls fengu þýðendur greiddar 3.134.093 kr., ráðningarþjónustur 3.953.183 kr., lögfræðingar fengu 2.460.348 kr., viðskipta- og hagfræðingum voru greiddar 724.795 kr., verkfræðingar, tæknifræðingar og arkitektar fengu 475.133 og alls var 1.582.870 kr. greiddar fyrir aðra sérfræðiþjónustu.