Varað við snjóflóðahættu í Súðavíkurhlíð

Varað er við snjóflóðahættu í Súðavíkurhlíð
Varað er við snjóflóðahættu í Súðavíkurhlíð mbl.is

Vegna snjóflóðahættu á Súðavíkurhlíð eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát og ekki vera á ferðinni að nauðsynjalausu. Á Vestfjörðum er hálka og éljagangur á flestum leiðum. Hálka og skafrenningur er í Ísafjarðardjúpi, á ströndum, Ennishálsi og Steingrímsfjarðarheiði. Þæfingsfærð er Hjallahálsi og stendur mokstur þar yfir.

Á Suðurlandi eru hálkublettir á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. Hálkublettir eru á þjóðveginum en hálka í uppsveitum. Snjóþekja er í kringum Vík.

Á Vesturlandi er hálka í Borgarfirði og á Bröttubrekku, snjóþekja og skafrenningur er á Holtavörðuheiði. Hálka og hálkublettir er á Snæfellsnesi.

Á Norðvesturlandi er hálka á flestum leiðum. Hálka og skafrenningur er á Öxnadalsheiði. Á Norðausturlandi er snjóþekja á Melrakkasléttu og þungfært á Hálsum, en hálka og éljagangur á flestum öðrum leiðum.

Á Austurlandi er hálka á flestum leiðum. Hálka og skafrenningur er á Fjarðarheiði. Hálka er á Breiðdalsheiði. Á Suðausturlandi eru hálkublettir víðast hvar á þjóðvegum, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert