Lánin urðu að óláni

Landsbankinn í Lúxemborg.
Landsbankinn í Lúxemborg. mbl.is/Ólafur

Hundruð viðskipta­vina Lands­bank­ans í Lúx­em­borg þurfa nú að greiða lán, sem þeir tóku í bank­an­um, til baka. Lán­in voru þó ekki með hefðbundnu sniði held­ur fengu viðskipta­vin­irn­ir aðeins um 25% af lán­inu greitt út en af­gang­inn átti bank­inn að sjá um að ávaxta og gerðu viðskipta­vin­irn­ir samn­ing um að hann fjár­festi í sjóðum, s.s. hluta­bréf­um, skulda­bréf­um og gjald­miðlum.

Hug­mynd­in var að ávöxt­un sjóðanna yrði þannig að viðskipta­vin­ur­inn þyrfti ekki að greiða lánið til baka. Inn­koma sjóðsins sæi um það.

Bank­inn skipaði þjón­ustu­full­trúa fyr­ir viðskipta­vin­ina sem hafði fullt umboð til fjár­fest­ing­anna, seg­ir heim­ild­armaður Morg­un­blaðsins. Þjón­ustu­full­trú­inn átti að dreifa áhætt­unni og gekk vel að ávaxta féð allt fram á síðari hluta árs­ins 2007. Þá syrti að og upp úr mars í fyrra keyptu þjón­ustu­full­trú­arn­ir í æ meira mæli skulda­bréf í ís­lensku bönk­un­um; aðallega Lands­bank­an­um og Kaupþingi. Jafn­vel í svo mikl­um mæli að viðskipta­vin­irn­ir töpuðu allt að 90% hluta láns­ins sem bank­inn átti að ávaxta er þeir féllu.

Lán­in voru hugsuð fyr­ir vel stæða eft­ir­launaþega á svæðum efnaðra í Evr­ópu. Sam­kvæmt net­miðlin­um Round town news eru um 600 fjöl­skyld­ur í vanda á Spáni vegna lána sem þær tóku með þess­um hætti í gegn­um Lex life, dótt­ur­fyr­ir­tæki Lands­bank­ans í Lúx­em­borg. Heim­ild­armaður Morg­un­blaðsins seg­ir viðskipta­vin­ina sem tóku eignalán­in ekki færri í Frakklandi.

Skipta­stjór­ar Lands­bank­ans í Lúx­em­borg, sem er nú gjaldþrota og í upp­gjörsmeðferð, hafa hótað ein­hverj­um viðskipta­vin­anna að ganga að eign­um þeirra vegna lán­anna. Bank­inn hef­ur tapað fénu en viðskipta­vin­irn­ir þurfa þrátt fyr­ir það að greiða upp lán­in, sem þeir fengu ekki í hend­urn­ar, held­ur létu bank­an­um eft­ir að ávaxta.

Nán­ar er fjallað um málið í Mog­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert