Byrjaðir á grásleppu

Sigin grásleppa á Reyðarfirði.
Sigin grásleppa á Reyðarfirði. Steinunn Ásmundsdóttir

Grá­sleppu­karl­ar á Bakkaf­irði eru flest­ir ef ekki all­ir kom­ir á stjá út af grá­slepp­unni og lögðu sum­ir bát­ar þann 10. mars, seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá vef­stjóra Langa­nes­byggðar.


Þar á meðal Var Odd­ur V Jó­hanns­son, skip­stjóri á Á Ns 191. Hann er búin að vitja net­anna og eft­ir fyrsta hring­inn þá komu á land 1200kg  sem er nokkuð gott svona í byrj­un vertíðar.

Vef­stjóri hafði sam­band við Odd og var hann þá að draga fjög­urra nátta og voru að meðaltali 60-80 stk í trossu. Sagði hann að bát­arn­ir streymdu nú á miðin til að ná plássi á bestu stöðunum.

Jó­hann Árna­son hjá Topp­fiski tjáði vefn­um að mikið líf væri komið í þorpið á Bakkaf­irði þessa dag­ana, því trillu­karl­arn­ir væru í óða önn að koma bát­um sín­um í stand fyr­ir vertíðina. Má með sanni segja að fyrsti vor­boðinn fyr­ir aust­an séu ein­mitt grá­sleppu­karl­arn­ir.
 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert