Fráleit bankaleynd

00:00
00:00

Gylfi Magnús­son viðskiptaráðherra vill draga mikið úr banka­leynd og seg­ir hana skýra að hluta til hvers­vegna bank­arn­ir komust upp með margt af því sem hef­ur komið í ljós.  Hann seg­ir að ekki gef­ist tími til að leggja fram frum­varp um laga­breyt­ing­ar fyr­ir kosn­ing­ar en ætl­ar að skoða með hvaða hætti sé hægt að túlka nú­ver­andi lög með öðrum hætti. Hann seg­ir frá­leitt að banka­leynd eigi að koma í veg fyr­ir að hægt sé að upp­lýsa að eig­end­ur bank­ana hafi lánað sjálf­um sér mörg hundruð millj­arða fyr­ir hrunið.

Gylfi seg­ir að þegar séu að koma til lands­ins sér­fræðing­ar sem Eva Joly lagði til að myndu aðstoða við rann­sókn­ina á banka­hrun­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert