Undrandi á orðum Sigmundar

Jóhanna Sigurðarsdóttir. á Alþingi
Jóhanna Sigurðarsdóttir. á Alþingi mbl.is/Golli

„Ég er undrandi á þessum ummælum Sigmundar og fyrir mér er þetta innantómt orðagjálfur,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra um ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, þess efnis að Samfylkingin væri „loftbóluflokkur“ sem væri ekki traustsins verður í samstarfi og hugsaði ekki nægilega mikið um pólitík.

Jóhanna segir Samfylkinguna hafa staðið við allt sitt í samskiptum við Framsóknarflokkinn. Samfylkingin hafi verið burðarás í þeim úrbótum sem ráðist hafi verið í vegna efnahagsörðugleika að undanförnu.

Sigmundur Davíð sagði á fundi með framsóknarmönnum á Hilton Reykjavík Nordica Hótel að Samfylkingin væri afsprengi „loftbóluhagkerfisins“ og reyndi sífellt að hanna atburðarás og umræðu.

Hann talaði með öðrum hætti um Vinstri græn sem mynda ríkisstjórn með Samfylkingunni, sem Framsóknarflokkur ver falli. Sigmundur Davíð sagði Vinstri græn vera traust í samstarfi og viðræðum, það stæði sem sagt væri í þeirra herbúðum. Sigmundur Davíð sagði á fundinum að kosningabaráttan væri hafin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka