Meirihluti á Alþingi fyrir ESB ólíklegur

Margir komu á fundinn í HR til að hlusta á …
Margir komu á fundinn í HR til að hlusta á umræðurnar. Háskólinn í Reykjavík

Er Íslandi bet­ur borgið inn­an eða utan Evr­ópu­sam­bands­ins (ESB), var yf­ir­skrift fjöl­sótts fund­ar í Há­skól­an­um í Reykja­vík í dag. Björn Bjarna­son alþing­ismaður og Þor­steinn Páls­son rit­stjóri voru frum­mæl­end­ur. Björn var and­víg­ur aðild­ar­um­sókn en Þor­steinn fylgj­andi.

Björn kvaðst telja Íslandi best borgið í sam­starfi við ESB sem bygg­ist á samn­ing­um um EES og Schengen. Hann hef­ur einnig fært rök fyr­ir því að semja eigi við ESB um myntsam­starf sem þriðju stoð þessa sam­starfs. Þor­steinn kvaðst vilja sækja um aðild að ESB og taldi að með aðild fengj­um við stærra og stöðugra efna­hags­um­hverfi en við búum nú við.

Björn benti á að meiri­hluta á Alþingi þyrfti til þess að sækja um aðild að ESB. „Þessi meiri­hluti er ekki fyr­ir hendi og verður mjög ólík­lega fyr­ir hendi að lokn­um kosn­ing­um sem fara fram 25. apríl,“ sagði Björn. 

Þor­steinn sagði m.a. brýnt að tek­in verði afstaða til efna­hags­legra sjón­ar­miða sem ráða muni miklu um af­komu okk­ar á næstu árum. Íslenska krón­an sé ekki sam­keppn­is­hæf og við þurf­um sam­keppn­is­hæfa mynt. 

Þetta var fyrsti fund­ur af þrem­ur í fundaröð um mál­efni Evr­ópu­sam­bands­ins, en Há­skól­inn í Reykja­vík hef­ur kennslu í meist­ara­námi í Evr­ópu­fræðum  næsta haust.

Frétt HR um fund­inn

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert