Rís fyrsta græna kapalverksmiðja heimsins Íslandi?

Á næstu árum er ætl­un­in að hér á landi rísi fyrsta græna kap­al­verk­smiðjan í heim­in­um sem fram­leiða mun, til notk­un­ar inn­an­lands en þó einkum til út­flutn­ings, há­spennukapla og sæ­strengi og nota til þess raf­magn og ál sem hvoru tveggja er fram­leitt á Íslandi. Að þessu stend­ur ís­lenskt fyr­ir­tæki, The North Pole Wire.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Friðriks Þ. Guðmunds­son­ar, fjöl­miðlafull­trúa fyr­ir­tæk­is­ins, er hér um að ræða græn­an há­tækniiðnað og mun kap­al­verk­smiðja þessi veita á bil­inu 300 til 500 manns vinnu þegar hún nær full­um af­köst­um og ámóta fjölda starfs­manna þarf til að reisa verk­smiðjuna.

„The North Pole Wire vill skapa hér eitt öfl­ugusta út­flutn­ings­fyr­ir­tæki lands­ins byggt á innviðum hins ís­lenska at­vinnu­lífs. The North Pole Wire vill „rísa eins og fugl­inn Fön­ix“ upp úr ösk­unni og reisa á Íslandi fyrstu og einu kap­al­verk­smiðjuna í heim­in­um sem fram­leiðir kapla með grænni orku. Ráðgert er að verk­smiðjan rísi á næstu 3-4 árum, þar af tek­ur fyrsti áfangi 1-2 ár – en allt er þetta háð því til verk­efn­is­ins fá­ist til­skil­in leyfi,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu.

Staðsetn­ing verk­smiðjunn­ar hef­ur ekki enn verið ákveðin, en ýmis landsvæði hafa verið skoðuð og sum telj­ast mjög væn­leg, að sögn.

Stofn­enda­hóp­ur The North Pole Wire er inn­an­lands í um­sjá Verk­fræðistofu FHG (Friðriks Han­sen Guðmunds­son­ar verk­fræðings), „en að baki verk­efn­inu eru öfl­ug­ir er­lend­ir aðilar, sem ekki er að sinni tíma­bært að greina nán­ar frá – en rétt að taka fram að þeir hafa ekki áður komið að starf­semi á Íslandi,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Auk áætl­ana um að reisa verk­smiðjuna á Íslandi kem­ur fram að þess­ir aðilar hafi átt í viðræðum við er­lenda kaup­end­ur, enda hafi verk­efnið verið lengi í und­ir­bún­ingi. „Ef vel tekst til mun kap­al­fram­leiðslan á Íslandi ýta mjög und­ir að all­ar nýj­ar raf­magns­lín­ur fari í jörð, sem og end­ur­nýj­um á eldri lín­um og gera lagn­ingu sæ­strengja til annarra landa fýsi­lega.“

Aðstand­end­ur fyr­ir­tæk­is­ins segja að markaður fyr­ir jarð- og sæ­strengi muni vaxa mjög á kom­andi árum og ára­tug­um. „Í dag er þessi fram­leiðsla að velta um 4 til 5 millj­örðum banda­ríkja­dala á ári. Gert er ráð fyr­ir að þessi velta verði eft­ir 10 ár 40 til 50 millj­arðar Banda­ríkja­dala. The North Pole Wire vill vera þát­tak­andi í þess­ari þróun. Í sam­starfi við er­lenda sam­starfsaðila okk­ar þá vilj­um við, eft­ir 2 til 3 ár, vera kom­in í gang með fyrsta áfang­ann af slíkri kap­al­verk­smiðju sem mun geta fram­leitt all­ar helstu gerðir hefðbund­inna raf­magn­skapla og strengja. Ann­ar áfangi yrði fram­leiðsla á ljós­leiðurum og sæ­strengj­um.“ Þriðji áfangi yrði þát­taka í þróun og fram­leiðsla á há­hraða raf­magn­sköpl­um ein­hvern tíma síðar.

Verk­smiðjan, miðað við áfanga þrjú, er sögð þurfa 25 MW af orku og upp­lýst er að hún muni velta um helm­ingn­um af veltu ís­lenska áliðnaðar­ins. „Verði þriðji áfangi að veru­leika þá gæti fram­leiðsla á köpl­um orðið ein af stærstu úr­flutn­ings­grein­um Íslands.“

Bent er á að álfram­leiðsla sé mik­il á Íslandi og hér sé hægt að kaupa ál á heims­markaðsverði beint frá fram­leiðend­um. Inn­kaupsverð og flutn­ings­kostnaður á áli frá fram­leiðenda til verk­smiðjunn­ar yrði því í al­gjöru lág­marki. 

Fyr­ir­tækið The North Pole Wire hef­ur óskað eft­ir bein­um styrk frá Íslenska rík­inu, sem er hugsaður sem tákn­rænn stuðning­ur „og ger­ir okk­ur kleyft að sækja til rann­sókn­ar­sjóða aust­an hafs og vest­an. Styrk­ur frá Íslenska rík­inu myndi opna fé­lag­inu dyr að marg­falt hærri styrkj­um til vænt­an­legr­ar rann­sókn­ar- og þró­un­ar­deild­ar. Óskað er eft­ir styrk til tveggja til þriggja ára til að greiða laun 15-20 ís­lenskra tækni­manna sem munu vera í starfsþjálf­un hjá The North Pole Wire í þessi þrjú ár, hér heima og er­lend­is og taka þátt í starfi rann­sókn­ar- og þró­un­ar­deild­ar fyr­ir­tæk­is­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert