Mannlaus íbúð brann á Akureyri

Slökkvilið
Slökkvilið mbl.is

Íbúðar að Keilusíðu 9 á Akureyri vöknuðu upp við hvínandi reykskynjara um þrjúleytið í nótt og reyndist eldur kominn upp í mannlausri íbúð. Íbúar hússins komu sér sjálfir út og kölluðu til slökkviliðs og gekk slökkvistarfið vel.

Að sögn lögreglu er íbúðin mikið skemmd og allt innbú ónýtt auk þess sem nokkrar rúður sprungu. Eldurinn breiddi þó ekki úr sér svo aðrir hlutar hússins eru óskemmdir, en nokkur reykur komst þó fram á gang.

Engan sakaði og má heita mildi að enginn var í íbúðinni, en ekki er enn vitað hvernig eldurinn kom upp og hefur vettvangur nú verið lokaður svo lögregla geti rannsakað eldsupptök.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert