Þak fauk af gróðrarstöð

Allt er á kafi í snjó fyrir norðan. Þessi mynd …
Allt er á kafi í snjó fyrir norðan. Þessi mynd var tekin í Grenivík í morgun. mynd/Gunnar

Björgunarsveitin Hérað hefur staðið í ströngu í morgun þar sem stór hluti þaks á skemmu í gróðarstöðinni Barra fauk af. Stöðin er rétt norðan við Fellabæ. Verður er slæmt á staðnum og vindhraðinn um 35 metrar á sekúndu.

Að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar var allt fokið af þakinu sem fokið gat þegar björgunarsveitarmenn komu á staðinn. Ellefu menn unnu í tvo tíma við að hemja bárujárn sem fauk um svæðið.

Veðurstofan segir, að stórhríð verði fram eftir degi á norðanverðu landinu og ekkert ferðaveður. Einnig sé sums staðar varhugavert vegna vindstrengja við fjöll, einkum sunnan- og austantil á landinu. Viðbúnaður vegna snjóflóðahættu er á norðanverðum Vestfjörðum og á Norðurlandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka