Fjöldinn sem þarf greiðsluaðlögun vanmetinn

„Ég held að und­ir þess­um kring­um­stæðum muni þúsund­ir manna láta reyna á hvort þeir geti fengið greiðsluaðlög­un,“ seg­ir Ei­rík­ur Elís Þor­láks­son hæsta­rétt­ar­lögmaður. Hann seg­ir að þessi fjöldi sé stór­lega van­met­inn af Alþingi, sem í gær af­greiddi lög um þetta nýja úrræði.

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu er miðað við að fjöld­inn sem sæki um verði 100-200 manns. Þá er gert ráð fyr­ir að fólk fái í um­sókn­ar­ferl­inu ókeyp­is aðstoð hjá Ráðgjaf­ar­stofu um fjár­mál heim­il­anna, sem fái „jafn­vel allt að þrjá [nýja starfs­menn] ef spurn eft­ir þjón­ust­unni verður mjög mik­il,“ eins og seg­ir í grein­ar­gerð.

„Það tek­ur fjóra mánuði að fá eitt viðtal á ráðgjaf­ar­stof­unni, en þessi lög eru sett til að mæta brýnni þörf mjög fljótt. Þau gera ráð fyr­ir mjög skömm­um frest­um. Lög­in ná þess vegna ekki mark­miði sínu ef fólk þarf að bíða hjá ráðgjaf­ar­stof­unni í nokkra mánuði áður en ferlið fer í gang,“ seg­ir Ei­rík­ur. Eigi ráðgjaf­ar­stof­an ein að veita skuld­ur­um þessa aðstoð sé það ávís­un á lang­ar biðraðir og til­heyr­andi niður­læg­ingu fyr­ir skuld­ara. Að óbreyttu sé mikið klúður í upp­sigl­ingu. Eðli­legra sé að aðrir en ráðgjaf­ar­stof­an fái að veita aðstoð svo lög­in nái upp­haf­legu mark­miði sínu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert