Bræðurnir Ormsson, umboðsaðili AEG á Íslandi, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að frétt sem birtist um bilun í uppþvottavélum á mbl.is í morgun eigi ekki við um AEG uppþvottavélar sem fluttar hafa verið hingað til lands og seldar af fyrirtækinu Bræðurnir Ormsson.
Húsasmiðjan, umboðsaðili Electrolux á Íslandi, sendi fyrr í morgun frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að ákveðin gerð Electrolux uppþvottavéla hafi verið tekin úr sölu hér á landi í ágúst á síðasta ári eftir að grunur vaknaði um galla í þeim.
Fram kemur í yfirlýsingu Húsasmiðjunnar að málið hafi verið skoðað í samráði við Electrolux og vélar sem féllu undir þau framleiðslunúmer sem við átti hafi í kjölfar þess verið tekin úr umferð. Þá segir að ekki sé vitað til þess að neinar slíkar vélar séu í notkun hér á landi
Um er að ræða bilun í rafkerfi tveggja véla sem geta valdið því að rofaborð brenni yfir og myndi sót og reyk.