Kæra Frumtaka árás á þjóð í þrengingum

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra
Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra mbl.is/Kristinn

Hagsmunasamtök fyrir framleiðendur frumlyfja, Frumtök, hafa lagt fram kæru á hendur Heilbrigðisráðuneytinu vegna reglugerðar Ögmundar Jónassonar ráðherra sem beinir almennri lyfjanotkun í ódýrari lyf.

Ögmundur greindi frá kærunni á fundi í tilefni af alþjóða heilbrigðisdeginum í dag. „Okkur voru að berast fregnir um það að fulltrúar stærstu lyfjasölufyrirtækja heimsins, sem einnig sýsla hér á landi, hafa ákveðið að stefna heilbrigðisráðuneytinu fyrir ESA dómi, eftirlitsnefndinni í Brussel, fyrir það að ganga gegn heilagri ritningu markaðssáttmála Evrópusambandsins,“ sagði Ögmundur. „Ég lít svo á að með þessu sé í reynd verið að höfða mál gegn þjóð sem á í þrengingum. Það er verið að finna að því að við beinum lyfjakostnaði og útgjöldum ríkisins inn í félagslegan, sanngjarnan og ásættanlegan farveg. Þetta er hryggilegur hlutur.“

Með reglugerðinni, sem tók gildi 1. mars, er lögð á hersla á að beina lyfjanotkun í ódýrari lyf þar sem sérstaklega var miðað að því að koma til móts við lyfjakostnað barnafjölskyldna og atvinnulausra. Áætlað er að með nýju reglugerðinni sparist um 650 milljónir króna þetta árið af beinni kostnaðarþáttöku ríkisins til lyfjaútgjalda, með því að beina lyfjakostnaðinum á þá braut að einungist séu niðurgreidd ódýrustu lyfin að sögn Ögmundar. „Þá erum við að ræða lyf sem eru sambærileg við önnur lyf sem dýrari eru, það er verðið eitt sem skilur þar á milli.“

Að sögn Ögmundar er líklegt að til takist að „koma heilbrigðiskerfinu inn fyrir níðþröngan ramma fjárlaganna“ en skv. bráðabirgðauppgjöri frá Sjúkratryggingum Íslands stefni í verulega umframkeyrslu í lyfjunum og í kostnaði sérfræðilækna. Almennur vilji sé til þess innan heilbrigðiskerfinu tl þess að taka höndum saman, en kæra Frumtaka sé undantekninginn á þeirri reglu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert