Lántakendur stefna og vilja lánum hnekkt

mbl.is

Allt að 100 lán­tak­end­ur hjá gömlu bönk­un­um hafa beðið lög­manns­stof­una Lög­menn Laug­ar­dal um að reka dóms­mál þar sem þeir telja for­send­ur lána sinna hjá bönk­un­um brostn­ar. Þeir ætla meðal ann­ars að láta reyna á ákvæði í samn­inga­lög­um um að víkja samn­ingi til hliðar í heild eða hluta vegna at­vika sem voru við samn­ings­gerðina eða at­vika sem síðar komu til.

Björn Þorri Vikt­ors­son, hæsta­rétt­ar­lögmaður hjá lög­manns­stof­unni, seg­ir að ákveðið hafi verið að stefna föllnu bönk­un­um þrem­ur, Lands­banka, Glitni og Kaupþingi sem og nýju rík­is­bönk­un­um. Einnig skoði þeir að stefna fyrr­um lyk­il­stjórn­end­um bank­anna og ein­hverj­um eig­enda þeirra, sem og stjórn­völd­um. Þá seg­ir hann einnig koma til greina að stefna fjár­mögn­un­ar­fyr­ir­tækj­um vegna bíla­lána.

Lög­manns­stof­an býður lán­tak­end­um að taka þátt í mála­rekstr­in­um fyr­ir 59.760 krón­ur með virðis­auka­skatti. Mál­in verði flokkuð og próf­mál rekið í hverj­um þeirra, þar sem ekki séu laga­skil­yrði til hóp­mál­sókn­ar hér á landi eins og á hinum Norður­lönd­un­um. Bú­ist er við að mála­flokk­arn­ir verði tólf til fimmtán. „Ég von­ast til þess að fyrstu mál­un­um verði stefnt í maí­mánuði,“ seg­ir Björn. „Hug­mynd­in með þessu fyr­ir­komu­lagi er að all­ir leggi af mörk­um mjög hóf­lega fjár­hæð. Þannig megi virkja sam­taka­mátt fjöld­ans til að hrinda órétti, öll­um til hags­bóta.“

Hafi unnið gegn hag­kerf­inu

„Þegar krón­an fell­ur með jafnafdrifa­rík­um hætti hef­ur það bein áhrif á þá sem skulda í er­lendri mynt og það á við um flest fyr­ir­tæki í land­inu auk heim­ila sem svo aft­ur hef­ur áhrif á þróun verðbólgu og vísi­tölu sem öll stærri inn­lend lán eru bund­in við. Þannig að með þessu hafa gömlu bank­arn­ir sjálf­ir; eig­end­ur og æðstu stjórn­end­ur valdið lán­tak­end­um og raun­ar þjóðinni allri gríðarlegu tjóni.“ Ekki sé hægt að halda því fram að það komi stjórn­völd­um ekki við. Þau beri ábyrgð á því hvernig fór; meðal ann­ars með ófull­nægj­andi og lé­legu eft­ir­liti með banka­kerf­inu og með því að sann­færa menn um góða stöðu ís­lenska banka­kerf­is­ins gegn betri vit­und. Þá hafi stjórn­völd yf­ir­tekið eign­ir gömlu bank­anna með veru­leg­um af­slætti en rukki þrátt fyr­ir það lán­in í topp.

„Þær for­send­ur sem samn­ing­arn­ir byggðust á eru all­ar brostn­ar. Sá efna­hags­legi grund­völl­ur sem samn­ing­arn­ir byggðust á er í raun og veru al­ger­lega brost­inn.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert