Neytendur ekki einir um skaðann

Gísli Tryggvason
Gísli Tryggvason

Ekki er eðlilegt, réttlátt eða jafnvel löglegt að neytendur beri einir skaðann af gengishruninu og verðbólgunni, segir talsmaður neytenda Gísli Tryggvason. Hann vill sjá almennar aðgerðir til að leiðrétta skuldastöðu húsnæðislántakenda og það með almennri niðurfærslu lánanna, en þó ekki endilega flatri.

„Taka þarf pólitíska ákvörðun um málið af stjórnvöldum og með lögum,“ segir Gísli og vill því ekki gefa upp nákvæma útfærslu fyrr en hann hefur kynnt stjórnvöldum og stjórnmálamönnum hugmyndirnar. „Ég sendi þær fljótlega til umsagnar hjá þeim.“

Gísli talaði á opnum fundi Samtaka heimilanna í gærkvöldi auk Björns Þorra Viktorssonar lögmanns, sem kynnti fyrirhuguð málaferli gegn föllnu bönkunum vegna brostinna forsendna húsnæðislánanna.

Gísli segir almennar aðgerðir eins og hann nefni ákjósanlegri en sértækar sem málaferlin falli undir. „Málaferli eru þó að mínu mati þrautalending en dýrt fyrir aðila málsins; neytandann, bankann og fyrir þjóðfélagið að taka svo sértækt á þessu máli.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka