VG stoppaði ESB-lögin

Ráðherr­ar Vinstri grænna komu í gær í veg fyr­ir að EFTA-rík­in sem aðild eiga að Evr­ópska efna­hags­svæðinu samþykktu þjón­ustu­til­skip­un ESB. Þetta staðfest­ir Ögmund­ur Jónas­son, heil­brigðisráðherra.

Til­skip­un­in fel­ur í sér að lög­gjöf um þjón­ust­u­starf­semi á EES verður sam­ræmd og standa von­ir til að til­skip­un­in muni auka sam­keppn­is­hæfni EES-ríkj­anna.

Sam­kvæmt EES-samn­ingn­um þurfa öll aðild­ar­ríki að samþykkja ný lög, og hef­ur því hvert ríki neit­un­ar­vald. Hins veg­ar hef­ur ríki aldrei beitt neit­un­ar­valdi og er litið svo á að það myndi setja samn­ing­inn í upp­nám.

Á fundi sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar í Brus­sel í gær­morg­un veitti Stefán Hauk­ur Jó­hann­es­son, sendi­herra í Brus­sel, samþykki fyr­ir upp­töku til­skip­un­ar­inn­ar í EES-samn­ing­inn. Skömmu síðar komu skila­boð frá ís­lensk­um stjórn­völd­um um að rík­is­stjórn­in myndi ekki samþykkja hana fyrr en eft­ir kosn­ing­ar.

Ögmund­ur seg­ir að nauðsyn­legt sé að fá viðbrögð frá þeim sem til­skip­un­in mun snerta helst. „Það hef­ur ekki verið tek­in nein end­an­leg ákvörðun. Við vor­um ein­fald­lega að vinna okk­ur inn tíma til þess að skoða mál­in bet­ur og vinna þetta mál á lýðræðis­leg­an og fag­leg­an hátt.“

Flokks­ráð VG hef­ur lagt til að neit­un­ar­valdi verði beitt í EES til að hindra inn­leiðingu til­skip­un­ar­inn­ar vegna áhrifa á vel­ferðarþjón­ustu.

Í hnot­skurn

  • Til­skip­un­ina má rekja til ákvörðunar ESB á fundi í Lissa­bon árið 2000 þar sem ákveðið var að gera EES að öfl­ug­asta markaðssvæði heims fyr­ir árið 2010.
  • Aldrei áður hef­ur upp­töku til­skip­ana ESB í EES-samn­ing­inn verið frestað, að því er haft er eft­ir sendi­herra Nor­egs í Brus­sel á dag­bla­det.no í gær.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert