Fylgst með farþegum

Farþegar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Farþegar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/Þorkell

Fylgst verður með þeim sem koma til lands­ins einkum frá Banda­ríkj­un­um og Mexí­kó. Þetta þýðir að ef  minnstu ein­kenna um in­flú­ensu verður vart hjá viðkom­andi þá und­ir­gang­ast þeir lækn­is­rann­sókn. Þetta var ákveðið á fundi sótt­varna­lækn­is og al­manna­varna­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra í morg­un.

Eins er lögð áhersla á að upp­lýsa aðila inn­an heil­brigðisþjón­ust­unn­ar og  að hægt verði að taka strax sýni og bjóða in­flú­ensu­sjúk­ling­um upp á meðferð.   Al­manna­varna­deild­in legg­ur áherslu á að upp­lýsa sína tengiliði og sam­hæfa viðbrögð sam­kvæmt fyr­ir­liggj­andi áætl­un.    Í morg­un áttu sótt­varna­lækn­ir og al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra fund með full­trú­um stofn­ana sem gegna lyk­il­hlut­verki í viðbúnaðaráætl­un vegna in­flú­ensu­far­ald­urs.

Á fund­in­um voru lögð fram drög  að fram­kvæmd sótt­varna og viðbúnaði í sam­ræmi við viðbragðsáætl­un vegna heims­far­ald­urs in­flú­ensu. Niðurstaða fund­ar­ins var sú að all­ir aðilar eru vel und­ir­bún­ir í sam­ræði við áætlan­ir sem fyr­ir liggja, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

 Í gær­kvöldi lýsti alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­in (WHO) yfir því að hættu­stig vegna hugs­an­legs heims­far­ald­urs in­flú­ensu hafi verið upp­fært frá 3. stigi til þess 4. sem sam­svar­ar hættu­stig al­manna­varna­kerf­is­ins hér á landi.  Hér á landi hef­ur vinna haf­ist  sam­kvæmt hættu­stigi al­manna­varna og mark­mið eru að halda nýj­um in­flú­ensu­stofni inn­an af­markaðs svæðis,  seinka út­breiðslu og vinna þannig tíma til að bregðast við.  

Flensu­lyf til fyr­ir þriðjung þjóðar­inn­ar

Töl­ur um staðfest svínaflensu­smit  benda til þess að út­breiðsla svínain­flú­ensu um heim­inn sé um­tals­verð. Í Banda­ríkj­un­um þar sem flest til­felli hafa verið staðfest er um væg­an sjúk­dóm að ræða. Ekki hafa borist fregn­ir um að sjúk­dómstil­vik sem greinst hafa ann­ars staðar en í Mexí­kó séu al­var­leg. Í ljósi þess hve út­breiðsla in­flú­ens­unn­ar virðist um­fangs­mik­il mæl­ir WHO ekki með ferðatak­mörk­un­um.

Svínain­flú­ens­an sem nú geis­ar í Bana­ríkj­un­um og Mexí­kó  er næm fyr­ir veiru­lyfj­un­um Tamiflu (oseltami­v­ir) og Relenza (zanami­v­ir) en ónæm fyr­ir am­antidín-lyfj­um. Á Íslandi eru til lyfja­birgðir af Tamiflu og Relenza fyr­ir þriðjung þjóðar­inn­ar.

Reu­ters
Reu­ters
Reu­ters
Reu­ters
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert