Notendur EVE fleiri en 300.000

Hilmar Veigar Pétursson er framkvæmdastjóri CCP sem gefur út tölvuleikinn …
Hilmar Veigar Pétursson er framkvæmdastjóri CCP sem gefur út tölvuleikinn Eve Online. Frikki

Virkir notendur tölvuleiksins EVE Online, sem framleiddur er af íslenska tölvuleikjafyrirtækinu CCP, eru nú komnir yfir 300.000 að tölu. Styttist því óðfluga í að þeir verði fjölmennari en íslenska þjóðin.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá CCP, sem fagnar í dag sex ára afmæli tölvuleiksins vinsæla. Þar segir einnig að inni í þessari tölu séu ekki meðtaldir þeir sem fá reynsluaðgang að leiknum.

Leikurinn byggist að hluta til á samskiptum þeirra sem spila hann, en sem stendur hafa mest 53.850 manns tengst leiknum og spilað hann á sama tíma. Það ver nærri því að jafnast á við íbúafjölda Kópavogs og Hafnarfjarðar samanlagt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert