Virkir notendur tölvuleiksins EVE Online, sem framleiddur er af íslenska tölvuleikjafyrirtækinu CCP, eru nú komnir yfir 300.000 að tölu. Styttist því óðfluga í að þeir verði fjölmennari en íslenska þjóðin.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá CCP, sem fagnar í dag sex ára afmæli tölvuleiksins vinsæla. Þar segir einnig að inni í þessari tölu séu ekki meðtaldir þeir sem fá reynsluaðgang að leiknum.
Leikurinn byggist að hluta til á samskiptum þeirra sem spila hann, en sem stendur hafa mest 53.850 manns tengst leiknum og spilað hann á sama tíma. Það ver nærri því að jafnast á við íbúafjölda Kópavogs og Hafnarfjarðar samanlagt.