Margir með betri laun

Rík­is­stjórn­in hef­ur markað sér þá stefnu að eng­in „rík­is­laun“ skuli vera hærri en sem nem­ur laun­um for­sæt­is­ráðherra. Þetta kall­ar á breyt­ing­ar á lög­um um kjararáð því dæmi eru um að emb­ætt­is­menn rík­is­ins séu á hærri grunn­laun­um en sem nem­ur laun­um for­sæt­is­ráðherra sem eru 935 þúsund á mánuði.

Rík­is­launa­stefna kem­ur fram í kafl­an­um rík­is­fjár­mál í sam­starfs­yf­ir­lýs­ing­unni. Þar seg­ir: „Gætt verði ýtr­asta aðhalds í rekstri rík­is­ins, þókn­an­ir fyr­ir nefnd­ir verði lækkaðar eða lagðar af, höml­ur verði sett­ar á aðkeypta ráðgjafaþjón­ustu og sú stefna mörkuð að eng­in rík­is­laun verði hærri en laun for­sæt­is­ráðherra. [...] Sjálf­stæðum hluta­fé­lög­um í eigu rík­is­ins verði sett­ar skýr­ar regl­ur um launa­stefnu og út­gjalda­stefnu í þess­um anda.“

Kjörn­ir full­trú­ar og lang­flest­ir emb­ætt­is­menn heyra und­ir kjararáð sem ákveður kjör þeirra út frá til­tekn­um for­send­um. Guðrún Zoëga, formaður kjararáðs, seg­ir að eini rík­is­for­stjór­inn sem heyr­ir und­ir kjararáð og sé með hærri laun en for­sæt­is­ráðherra, sé for­stjóri Land­spít­al­ans. Hún er með um 1,4 millj­ón­ir í mánaðarlaun. For­seti Hæsta­rétt­ar er með um 970 þúsund krón­ur í heild­ar­laun á mánuði. Hugs­an­lega séu ör­fá­ir emb­ætt­is­menn með álíka há og jafn­vel hærri heild­ar­laun en for­sæt­is­ráðherra, að sögn Guðrún­ar.

Guðrún seg­ir að til að kjararáð geti lækkað laun þeirra emb­ætt­is­manna sem fá hærri laun en for­sæt­is­ráðherra, verði Alþingi vænt­an­lega að breyta lög­um um kjararáð.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert