Mál Milestone og Sjóvár til rannsóknar

Höfuðstöðvar Sjóvár.
Höfuðstöðvar Sjóvár.

Fjár­mála­eft­ir­litið (FME) hef­ur vísað mál­um sem varða sam­skipti Sjóvár og Milest­one, eig­anda fé­lags­ins til skamms tíma, til viðeig­andi embætt­is inn­an stjórn­sýsl­unn­ar vegna gruns um að refsi­verð hátt­semi hafi átt sér þar stað.

FME get­ur vísað mál­um sem þess­um annaðhvort til embætt­is sér­staks sak­sókn­ara eða efna­hags­brota­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra.

Rann­sókn­in sem nú stend­ur yfir snýr að stjórn­um og stjórn­end­um Sjóvár og Milest­one. Á meðal þess sem verið er að skoða er hvort aðkoma þeirra að fjár­fest­ing­um Sjóvár varði mögu­lega við lög.

Eng­inn enn yf­ir­heyrður

Mál Sjóvár og Milest­one er eitt tíu mála sem FME hef­ur sent frá sér til rann­sókn­araðila í kjöl­far banka­hruns­ins.

Eins og Morg­un­blaðið hef­ur áður greint frá, er Sjóvá meðal ann­ars í vanda vegna eigna, sem eig­and­inn Milest­one setti inn í fé­lagið á móti viðskipta­skuld, sem til varð í tengsl­um við kaup Milest­one á Moderna í Svíþjóð. Eign­irn­ar hafa rýrnað mikið í verði. Tíu millj­arða vant­ar upp á að fé­lagið upp­fylli lág­marks­kröf­ur um gjaldþol.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá FME verður Sjóvá áfram und­ir sér­tæku eft­ir­liti „þar til ákvörðun verður tek­in um annað“.

Breytt­ist í fjár­fest­inga­fé­lag

Milest­one eignaðist Sjóvá að fullu 2006. Það ár tvö­föld­ust eign­ir fé­lags­ins, ekki síst vegna aukn­ing­ar fjár­fest­inga­eigna sem voru fast­eign­ir víðsveg­ar um heim. Skuld­ir hækkuðu einnig. Bóta­sjóður­inn stækkaði hins veg­ar lítið þannig að vá­trygg­inga­starf­semi hef­ur ekki vaxið mikið. Sama þróun varð á ár­inu 2007. Ekki hafa verið birt­ir op­in­ber­lega reikn­ing­ar fyr­ir árið 2008. Í lok árs 2007 voru fjár­fest­inga­eign­ir Sjóvár orðnar tæp­ir 50 millj­arðar króna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert