Aker og Sagex með umsóknir

Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, var viðstödd þegar umsóknirnar voru opnaðar.
Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, var viðstödd þegar umsóknirnar voru opnaðar. mbl.is/Eggert

Um­sókn­ir, sem bár­ust á föstu­dag um sér­leyfi til rann­sókn­ar og vinnslu kol­vetn­is á Dreka­svæðinu, eru frá norsku fé­lög­un­um Aker Explorati­on og Sa­gex Petrole­um, sem legg­ur fram um­sókn í sam­vinnu við Lind­ir Resources. Um­sókn­irn­ar voru opnaðar í dag að viðstaddri Katrínu Júlí­us­dótt­ur, sem er ný­tek­in við embætti iðnaðarráðherra.

Krist­inn Hilm­ars­son, verk­efn­is­stjóri hjá Orku­stof­un, sagði að norsku fyr­ir­tæk­in væru bæði vel þekkt og traust.

Aker Soluti­ons er hluti af viðskipta­veldi Kj­ell Inge Røkke en hann er stjórn­ar­formaður fyr­ir­tæk­is­ins.  Íslend­ing­ar eiga um 20% hlut í Sa­gex Petrole­um, þar af eiga Lind­ir Resources 11,45% hlut og Gunn­laug­ur Jóns­son, for­stjóri Linda, sit­ur í stjórn Sa­gex.  Lind­ir Resources eru í eigu Straum­borg­ar ehf., fjár­fest­ing­ar­fé­lags Jóns Helga Guðmunds­son­ar og fjöl­skyldu hans.

Katrín Júlí­us­dótt­ir sagði, þegar til­boðin voru opnuð, að þetta væri stór dag­ur í ís­lenskri orku­sögu og verið væri að opna nýj­ar dyr að ís­lensk­um iðnaði. Hún sagði ljóst að 50 ný störf myndu skap­ast við þjón­ustumiðstöð vegna ol­íu­rann­sókn­anna.

Um­sókn­irn­ar eru um rann­sókn­ar­leyfi á fjór­um reit­um á Dreka­svæðinu en fé­lög­in sækja ekki um sömu reit­ina.  Nú verður lagt mat á um­sókn­irn­ar og á niðurstaðan að liggja fyr­ir í októ­ber. Fyr­ir­tæk­in hafa einnig 22 vikja frest til að ákveða hvort þau standa við um­sókn­irn­ar.  

Drekasvæðið.
Dreka­svæðið. mbl.is/​KG
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert