Kryfur hundruð lamba í sauðburði

Rax

Á annað hundrað lömb hafa verið krufin frá Eyjafirði austur að Langanesi í sauðburðinum. Sigurður Sigurðarson dýralæknir segir bændur hafa áhuga á að vita hvað valdi lambadauðanum.

Sigurður kryfur lömbin og segir ástæðu þess að þau drepist misjafnar: „Mörg hafa orðið fyrir hnjaski og drepast af innvortis blæðingum.“ Önnur kafni í erfiðum burði og enn önnur verði fyrir sýkingum. Sigurður segir að hafi bændur áhuga á að sjá dauðu lömbin sín krufin geti þeir safnað þeim saman, kælt niður í núll gráður og þá geti þau geymst í viku til hálfan mánuð. Hann skoði þau. „Annars er lambadauði um burð miklu fátíðari hér en í öllum löndum öðrum þar sem hér er miklu minna um smitsjúkdóma.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka