Ímynd Íslands sterk þrátt fyrir hrunið

„At­hygli um­heims­ins bein­ist að Íslandi nú um stund­ir og þið hafið því ein­stakt tæki­færi til þess að koma ykk­ur á fram­færi. Þið þurfið hins veg­ar að hafa hraðar hend­ur, vegna þess að augnaráð heims­ins fær­ist hratt yfir,“ seg­ir Dav­id Hosk­in hjá Eye-for-Ima­ge, en hann var meðal fyr­ir­les­ara á málþingi sem Útflutn­ings­ráð, Al­manna­tengsla­fé­lag Íslands, Ferðamála­stofa og fleiri stóðu fyr­ir í gær.

Að mati Hosk­ins hef­ur Ísland sem vörumerki ekki beðið hnekki vegna efna­hags­hruns­ins síðasta haust. „Ástæðan fyr­ir því er fyrst og fremst sú að Ísland var sem vörumerki fyr­ir hrunið ekki sér­lega þekkt eða sterkt,“ seg­ir Hosk­in og nefn­ir máli sínu til stuðnings að í huga flestra teng­ist Ísland nú ann­ars veg­ar fisk­veiðum og hins veg­ar fjár­mál­um. „Fyr­ir utan þetta tvennt vita menn á heimsvísu afar lítið um Ísland. Þið þurfið þess vegna að koma ykk­ur sam­an um hvað þið viljið standa fyr­ir og tala síðan einni röddu. Vegna smæðar lands­ins hafið þið ein­mitt ein­stakt tæki­færi til þess að stilla sam­an strengi ykk­ar og koma skýr­um skila­boðum á fram­færi er­lend­is, en það þarf að ger­ast hratt.“ Hann mæl­ir með því að farið verði í alþjóðlega markaðsher­ferð.

Í máli Geoffs Salt­marsh kom fram að ferðum breskra ferðamanna til Íslands hefði fjölgað um 20% síðan í haust. Seg­ir hann ímynd Íslands enn sterka í huga Breta og áhuga þeirra fyr­ir Íslandi síst minni en áður. Það álit hans helst í hend­ur við nýja viðhorfs­könn­un um Ísland sem gerð var í Bretlandi, Dan­mörku og Þýskalandi í fe­brú­ar sl.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert