Unnið úr leitinni

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari.
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Kristinn Ingvarsson

Ólaf­ur Þór Hauks­son, sér­stak­ur sak­sókn­ari, seg­ir að eins og er standi ekki yfir fleiri hús­leit­ir vegna gruns um auðgun­ar­brot eða markaðsmis­notk­un. „Við erum að vinna úr leit­inni og það tek­ur nokkra daga. Þegar leitað er á svona mörg­um stöðum tek­ur það tíma,“ seg­ir Ólaf­ur.

„Nú verður farið yfir tölv­ur og metið hvort eitt­hvað sé sem þurfi að skoða. Því sem ekki hef­ur gildi verður svo skilað,“ seg­ir Ólaf­ur. 

Í gær var gerð hús­leit á tólf stöðum og síðastliðinn þriðju­dag, að und­an­geng­um dóms­úrsk­urðum. Rann­saka á kaup Q Ice­land Fin­ance, eign­ar­halds­fé­lags sj­eiks Mohamed Bin Khalifa Al-Thani frá Kat­ar á um 5% hlut í Kaupþingi í sept­em­ber síðastliðnum.

Leitað var m.a. á heim­ili Ólafs Ólafs­son­ar og á skrif­stofu Ice­land Fin­ance ehf. sem er til húsa hjá lög­manns­stof­unni Fulltingi á Suður­lands­braut. Þá var leitað á skrif­stof­um Ari­on verðbréfa­vörslu og á skrif­stof­um Kjalars sem er eign­ar­halds­fé­lag í eigu Ólafs.

Yf­ir­heyrsl­ur eru hafn­ar og eru nokkr­ir með stöðu grunaðra, brot­in sem um ræðir geta varðað allt að sex ára fang­elsi.

Upp­haf máls­ins má rekja til bréfs sem Davíð Odds­son, þáver­andi seðlabanka­stjóri, sendi til lög­reglu en líkt og Davíð upp­lýsti í Kast­ljósþætti þann 24. fe­brú­ar sl. að frétt­ir hefðu borist af því að lög­reglu hefði borist nafn­laust bréf sem varð til þess að sj­eik í Kat­ar og hundruð millj­arða til­færsl­ur á pen­ing­um komu upp á yf­ir­borðið. Davíð sagði, að upp­lýs­ing­arn­ar hefðu að vísu borist sér nafn­laus­ar en bréfið hefði hann skrifað lög­regl­unni 2. des­em­ber. Þetta hefði valdið breyt­ing­um í skila­nefnd­um Kaupþings og víðar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert