Var bara tímaspursmál

Haraldur Briem.
Haraldur Briem. Heiðar Kristjánsson

„Það var bara tímaspurs­mál hvenær þetta greind­ist hér," seg­ir Har­ald­ur Briem sótt­varn­ar­lækn­ir um svínaflens­una H1N1 sem nú hef­ur greinst hér á landi. Flens­an barst frá New York en sá smitaði kom til lands­ins fyr­ir helgi og veikt­ist svo skömmu síðar. Har­ald­ur seg­ir mann­inn hafa verið ein­kenna­laus­an fram að því og hafi því ekki smitað aðra farþega á leiðinni til lands­ins.

Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá sótt­varna­lækni leik­ur grun­ur á að fjór­ir til viðbót­ar séu smitaðir, viðkom­andi til­felli eru á höfuðborg­ar­svæðinu og á Suður­landi. Öll til­fell­in eru inn­an sömu fjöl­skyld­unn­ar.

„Við höf­um verið að kynna viðbragðsáætlan­ir okk­ar und­an­farið og nú verður skerpt á því að fylgst verði með ein­kenn­um. Það er einnig full ástæða til að kanna sjúk­dómstil­felli inn­an­lands því það er spurn­ing hvenær þetta fer að ber­ast inn­an­lands. Á ein­hverj­um tíma­punkti fer flens­an að fá sjálf­stætt líf í sam­fé­lög­um þó ekki hafi borið mikið á því á Vest­ur­lönd­um. Það hef­ur þó verið til­fellið í Banda­ríkj­un­um, Kan­ada og Mexí­kó," seg­ir Har­ald­ur

Hann seg­ir að næg­ar lyfja­birgðir séu til á land­inu sem geti unnið ágæt­lega á flensu­ein­kenn­un­um. „Við erum með lyfja­birgðir fyr­ir meira en þriðjung þjóðar­inn­ar. Það er birgðamagn sem ætti að duga. Við erum þó ekki að gefa fólki fyr­ir­byggj­andi meðferð og það er und­ir hverj­um lækni komið hvernig meðferð hann beit­ir," seg­ir Har­ald­ur.

„Ein­kenn­in eru eins og með in­flú­ensu yf­ir­leitt. Hár hiti, vöðva­verk­ir, höfuðverk­ur, háls­sær­indi og hósti. Ein­kenn­in koma oft skyndi­lega en það geta líka verið væg ein­kenni svo fólk verður að vera vak­andi fyr­ir þessu sér­stak­lega ef það er að koma frá svæðum þar sem þetta hef­ur greinst. Það er betra að taka sýni en ekki,“ seg­ir Har­ald­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert