Myndi fagna ESB-umsókn

Fredrik Reinfeldt.
Fredrik Reinfeldt. Reuters

Fredrik Rein­feld, for­sæt­is­ráðherra Svíþjóðar, seg­ir við danska fjöl­miðla í dag að hann muni taka vel á móti um­sókn Íslands um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu ber­ist hún á næstu mánuðum. Sví­ar taka við for­mennsku í ESB 1. júlí.

„Komi um­sókn þarf ég að ræða við nokk­ur af aðild­ar­ríkj­un­um áður en ég eða Evr­ópu­sam­bandið geta gengið til viðræðna um um­sókn­ina," hef­ur Jyske-Vest­kysten eft­ir Rein­feld.

„Ég fagna því ef fleiri lönd ákveða að sækja um aðild, ekki síst ná­granna­lönd okk­ar," seg­ir Rein­feld. Hann seg­ist þó vita, að nokk­ur stór aðild­ar­ríki vilji bíða með frek­ari stækk­un Evr­ópu­sam­bands­ins þar til búið er að staðfesta svo­nefnd­an Lissa­bon­sátt­mála, sem ger­ir ráð fyr­ir breyt­ing­um á stjórn­kerfi sam­bands­ins.

Rein­feld bend­ir jafn­framt á, að Ísland sé þegar aðili að EES-svæðinu og hafi því tekið upp stór­an hluta af lög­gjöf Evr­ópu­sam­bands­ins. Það þýði, að aðild­ar­viðræður við Íslend­inga muni ganga hraðar en við önn­ur lönd.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert