Fíkniefnadeild lögreglunnar styrkt

Á myndinni, talið frá vinstri, eru Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn …
Á myndinni, talið frá vinstri, eru Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður fíkniefnadeildar LRH, Guðríður Hafsteinsdóttir, Guðleif Bender, Jón H.B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri, Guðný Kristjánsdóttir, Ásta Bára Jónsdóttir og Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn.

Lionsklúbburinn Eir hefur fært fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu 500 þúsund krónur að gjöf. Peningunum verður varið til kaupa á tækjum og búnaði fyrir deildina og hefur hluta þeirra þegar verið ráðstafað.

Er þetta ekki í fyrsta sinn sem Lionsklúbburinn Eir hefur styrkt lögregluna og  baráttu hennar gegn fíkniefnum.

Meðfylgjandi mynd var tekin á lögreglustöðinni við Hverfisgötu þegar nokkrar dugmiklar konur frá Lionsklúbbnum Eir komu í heimsókn og afhentu gjöfina en þegar er búið að fjárfesta fyrir hluta upphæðarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert