Fjölgar í Árneshreppi

Séð yfir Trékyllisvík í Árneshreppi.
Séð yfir Trékyllisvík í Árneshreppi. mbl.is/GSH

Árneshreppur á Ströndum er eitt fámennasta sveitarfélag landsins og því er fjölgun í hreppnum eðlilega fagnað af Oddnýju Þórðardóttur oddvita. „Unga fólkið er fullt af hugmyndum og þeirra er framtíðin. Við getum bara verið jákvæð og bjartsýn,“ segir Oddný, oddviti í Árneshreppi.

Ein fæðing kom af stað keðjuverkun, sem leiðir til fjölgunar og í skólanum í Trékyllisvík fjölgar um hvorki meira né minna en 50% þegar nýr nemandi byrjar í skólanum í haust. Nemendur verða þrír í stað tveggja á þessu skólaári.

Elín Agla Briem skólastjóri og Hrafn Jökulsson eignuðust stúlku 20. maí sl. Skólastjórinn verður því í barneignarfríi næsta vetur. Elísa Ösp Valgeirsdóttir frá Árnesi 2 hefur verið ráðin skólastjóri næsta skólaár. Hún flyst ásamt fjölskyldu sinni í gamla prestssetrið í Trékyllisvík í næsta mánuði, en maður hennar er Ingvar Bjarnason og börnin Kári og Þórey. Kári byrjar í skólanum í haust.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka