Fjölgar í Árneshreppi

Séð yfir Trékyllisvík í Árneshreppi.
Séð yfir Trékyllisvík í Árneshreppi. mbl.is/GSH

Árnes­hrepp­ur á Strönd­um er eitt fá­menn­asta sveit­ar­fé­lag lands­ins og því er fjölg­un í hreppn­um eðli­lega fagnað af Odd­nýju Þórðardótt­ur odd­vita. „Unga fólkið er fullt af hug­mynd­um og þeirra er framtíðin. Við get­um bara verið já­kvæð og bjart­sýn,“ seg­ir Odd­ný, odd­viti í Árnes­hreppi.

Ein fæðing kom af stað keðju­verk­un, sem leiðir til fjölg­un­ar og í skól­an­um í Tré­kyll­is­vík fjölg­ar um hvorki meira né minna en 50% þegar nýr nem­andi byrj­ar í skól­an­um í haust. Nem­end­ur verða þrír í stað tveggja á þessu skóla­ári.

Elín Agla Briem skóla­stjóri og Hrafn Jök­uls­son eignuðust stúlku 20. maí sl. Skóla­stjór­inn verður því í barneign­ar­fríi næsta vet­ur. Elísa Ösp Val­geirs­dótt­ir frá Árnesi 2 hef­ur verið ráðin skóla­stjóri næsta skóla­ár. Hún flyst ásamt fjöl­skyldu sinni í gamla prests­setrið í Tré­kyll­is­vík í næsta mánuði, en maður henn­ar er Ingvar Bjarna­son og börn­in Kári og Þórey. Kári byrj­ar í skól­an­um í haust.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert