Aðild Íslands sett í forgang

Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar.
Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Reuters

Sví­ar munu að lík­ind­um ganga til þjóðar­at­kvæðagreiðslu um evr­una á næsta kjör­tíma­bili eða frá og með haust­inu 2010, að sögn Carl Bildt, ut­an­rík­is­ráðherra Svíþjóðar. Sví­ar taka við for­mennsku í Evr­ópu­sam­band­inu í júlí og boðar Bildt að þeir muni setja mögu­lega aðild Íslands að sam­band­inu í for­gang.

- Með hvaða hætti hyggj­ast Sví­ar styðja við hugs­an­lega aðild­ar­um­sókn Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu þegar þið takið við for­mennsku í sam­band­inu í júlí?

„Það þarf ekki að taka fram að við mynd­um fagna aðild­ar­um­sókn Íslend­inga. Við álít­um að Íslend­ing­ar gætu lagt sitt mörk­um til þró­un­ar sam­bands­ins, svo ekki sé minnst á þann stöðug­leika sem aðild myndi færa Íslend­ing­um.

Það sem við mun­um gera þegar um­sókn­in hef­ur verið lögð til okk­ar er að leggja hana fram fyr­ir fram­kvæmda­stjórn­ina eins fljótt og kost­ur er svo hún geti hafið þá vinnu sem nauðsyn­leg er fyr­ir hana til að geta tekið ákvörðun um samn­ingaviðræður,“ sagði Bildt og vék svo að hlut­verki for­mennsku­rík­is­ins.

„Við mun­um aug­ljós­lega þurfa að sann­færa öll aðild­ar­rík­in 27. Sú vinna mun fela í sér önn­ur mál. Við mun­um einnig hafa á borði okk­ar aðild­ar­um­sókn­ir annarra ríkja, á borð við Alban­íu.

Við mynd­um hins veg­ar af ýms­um ástæðum setja af­greiðslu á aðild­ar­um­sókn Íslend­inga í for­gang vegna aðild­ar lands­ins að EES-samn­ingn­um.“

Stækk­un­arþreyta þarf ekki að vera til trafala

- Tek­urðu und­ir það sjón­ar­mið Al­ex­and­er Stubb, ut­an­rík­is­ráðherra Finn­lands, að stækk­un­arþreyta inn­an sam­bands­ins gæti orðið til að seinka um­sókn­ar­ferl­inu?

„Það gæti reynst hindr­un sem ég álít þó ekki óyf­ir­stíg­an­lega. Ég lít einnig svo á að stækk­un­arþreyt­an eigi ekki jafn mikið við Ísland því það er ekki hægt að setja spurn­inga­merki við stöðu lýðræðis­ins í land­inu.

Ísland býr þrátt fyr­ir efna­hagsþreng­ing­arn­ar við þroskað hag­kerfi og er auk þess aðili að EES-samn­ingn­um. Með því hef­ur Ísland lokið þrem­ur fjórðu hluta veg­ferðar­inn­ar að samrun­an­um við Evr­ópu,“ seg­ir Bildt og vís­ar til hlut­falls þeirra laga­bálka aðild­ar­samn­ings­ins sem þegar er búið að samþykkja með samn­ingn­um að Evr­ópska efna­hags­svæðinu.

- Tel­urðu því góðar lík­ur á að Ísland fái aðild að sam­band­inu?

„Já, svo sann­ar­lega. Það er eng­inn efi í huga mér varðandi það. Ef þetta er vilji Íslands þá mun þetta verða að veru­leika. Við munu taka tveggja ára erfiðar samn­ingaviðræður eins og hefð er fyr­ir.“

Þjóðar­at­kvæðagreiðsla á næsta kjör­tíma­bili

- Fredrik Rein­feldt, for­sæt­is­ráðherra og leiðtogi stjórn­ar þinn­ar, hef­ur gefið í skyn í viðtöl­um við Morg­un­blaðið að lík­ur séu á að Sví­ar gangi til þjóðar­at­kvæðagreiðslu um evr­una um miðjan næsta ára­tug. Tel­urðu lík­ur á að þetta gangi eft­ir?

„Það verður efnt til þing­kosn­inga í Svíþjóð í sept­em­ber á næsta ári. Að kosn­ing­un­um lokn­um held ég að evru­um­ræðan fari á nýtt stig. Mín per­sónu­lega skoðun er sú að efnt verði til þjóðar­at­kvæðagreiðslu á næsta kjör­tíma­bili.“

- Má skilja svar þitt sem svo að þú eig­ir von á því að Sví­ar taki upp evr­una á fyrri helm­ingi næsta ára­tug­ar?

„Ég óska þess að svo verði. Fyrst þurf­um við að ganga að kjör­borðinu og efna til umræðu á meðal allra flokka um hvenær þjóðar­at­kvæðagreiðsla geti farið fram og svo loks þurf­um við vita­skuld að vinna sig­ur í þess­ari sömu at­kvæðagreiðslu.“

Verk­efna­list­inn er lang­ur

Innt­ur eft­ir því hvaða mál Sví­ar muni setja á odd­inn í for­mennskutíð sinni í Evr­ópu­sam­band­inu seg­ir Bildt að huga þurfi að mörgu.

„Það er ým­is­legt sem þarf að hafa í huga í kjöl­far ný­af­staðinna kosn­inga til Evr­ópuþings­ins. Við höf­um nýja fram­kvæmda­stjórn, nýja ein­stak­linga í embætt­um og þurf­um að tak­ast á við þær breyt­ing­ar sem verða sam­fara um­skipt­un­um frá Nice-sátt­mál­an­um yfir til Lissa­bon-sátt­mál­ans, mál sem ég tel að muni verða fyr­ir­ferðamest.

Þá þurf­um við að und­ir­búa viðræður á vett­vangi stjórn­mál­anna vegna lofts­lags­ráðstefn­unn­ar í Kaup­manna­höfn í des­em­ber og tak­ast á við af­leiðing­ar efna­hags­hruns­ins. Svo bíður okk­ar lang­ur listi af áskor­un­um á sviði ut­an­rík­is­mála.“

Bildt bætti því svo við að lok­um að aðild­ar­um­sókn­ir annarra ríkja kynnu að hafa áhrif á tím­aramma mögu­legr­ar um­sókn­ar Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka