Nýtt flensutilfelli á Íslandi

Flest flensutilfellin hafa komið upp í Bandaríkjunum.
Flest flensutilfellin hafa komið upp í Bandaríkjunum. Reuters

Sex­tug­ur karl­maður á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur greinst með in­flú­ensu A (H1N1) og er það annað til­felli veik­inn­ar sem staðfest er hér á landi. Maður­inn er á bata­vegi sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá sótt­varn­ar­lækni.

Fylgst er með fjöl­skyldu manns­ins og fleir­um sem hann hef­ur um­geng­ist eft­ir heim­kom­una en smit hjá öðrum hef­ur ekki verið staðfest.

Maður­inn kom til Íslands frá Banda­ríkj­un­um 3. júní síðastliðinn en veikt­ist eft­ir að heim var komið og því ekki talið að hann hafi smitað aðra á leið sinni til Íslands. Í fram­hald­inu var tekið sýni til rann­sókn­ar sem staðfesti grein­ing­una. 

Fyrsta flensu­til­fellið, sem greind­ist hér á landi, var staðfest 22. maí og þar átti líka í hlut karl­maður sem var að koma frá Banda­ríkj­un­um.

Viðbúnaður hér­lend­is vegna in­flú­ensu­far­ald­urs er óbreytt­ur og áfram er unnið að sam­hæf­ingu viðbragðsaðila þar að lút­andi, meðal ann­ars með svæðisáætl­un­um sem rædd­ar eru þessa dag­ana um allt land á fund­um á veg­um sótt­varna­lækn­is og al­manna­varna­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra.

Að sögn sótt­varna­stofn­un­ar Evr­ópu­sam­bands­ins hafa yfir 26.000 til­felli in­flú­ens­unn­ar greinst  í heim­in­um, þar af hátt í tólf hundruð í ríkj­um ESB og EFTA. In­flú­ens­an hef­ur dregið 139 manns til dauða, þar af 106 í Mexí­kó og 27 í Banda­ríkj­un­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert