Lokað fyrir aðgang að netsíðu

Fjarskiptafélagið Vodafone hefur lokað fyrir aðgang að vefsíðunni ringulreid.org og er það í fyrsta sinn sem fyrirtækið grípur til slíkra aðgerða.

Að sögn Vodafone fer fram gróft rafrænt einelti á vefsíðunni og margar kærur hafi borist til lögreglu vegna myndbirtinga og ærumeiðandi ummæla á síðunni. Lögreglu hafi þó ekki tekist að hafa upp á ábyrgðarmönnum síðunnar, sem vistuð er erlendis þótt efni hennar sé íslenskt.

Ákvörðun Vodafone er tekin eftir að ríkislögreglustjóri, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Barnaverndarstofa, samtökin Barnaheill, Heimili og skóli, SAFT, Lýðheilsustöð, umboðsmaður barna og Stígamót skoruðu á öll netþjónustufyrirtæki að loka fyrir aðgang að síðunni. Vodafone hefur látið kanna lögmæti þess að loka fyrir aðganginn og niðurstaðan er sú, að fyrirtækinu sé heimilt að grípa til lokunar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka