Meirihluti vill þjóðaratkvæði um aðildarumsókn

Þrír af hverjum fjórum telja mikilvægt að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort Ísland eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í skoðanakönnun, sem Capacent Gallup hefur gert fyrir samtökin Heimssýn.

Spurningin var svohljóðandi: Hversu miklu eða litlu máli finnst þér skipta að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort Ísland eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu?

76,3% þeirra, sem svöruðu, sögðust telja að það skipi mjög miklu eða frekar miklu máli. 5,8% svöruðu hvorki né en 17,8% töldu það skipta frekar litlu eða mjög litlu máli að fara í þjóðaratkvæði um hvort Ísland ætti að sækja um aðild.

Könnunin var unnin fyrir Heimssýn, samtök sjálfsstæðissinna, dagana 28. maí til 4. júní. Úrtakið var 1264 og svarhlutfall 62,3%.

Könnunin í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka