Síminn lokar á síðu

Sífellt fleiri loka fyrir aðgang að eineltissíðu.
Sífellt fleiri loka fyrir aðgang að eineltissíðu. mbl.is/Kristinn

Síminn hefur lokað fyrir aðgang notenda í kerfum sína að vefsíðunni ringulreid.org. Margrét Stefánsdóttir upplýsingafulltrúi segir að það hafi verið gert í morgun en geti tekið nokkra klukkutíma að komast að fullu til framkvæmda.

Barnaheill, Barnaverndarstofa, Samtökin Heimili og skóli og fjöldi annarra samtaka, auk lögregluembætta óskaði eftir því við netþjónustufyrirtæki síðdegis í gær, að lokað yrði fyrir aðgang að þessari síðu sem vistuð er erlendis, vegna efnis hennar. Vodafone hefur einnig lokað fyrir aðgang sinna notenda að síðunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka