Draga má úr lambadauða

mbl.is/Árni Torfason

Niðurstaða krufningar 318 lamba og 20 áa í Þingeyjarsýslum sýnir að 70-80 prósent lambadauða í burði stafar af fjórum þáttum. Það eru innvortis blæðingar vegna áverka, köfnun, sýking og selenskortur. Sigurður Sigurðarson dýralæknir vann rannsóknina fyrir Búnaðarsamband Norður-Þingeyinga. Hann krufði fé af ríflega 50 bæjum.

Sigurður nefnir að innvortis blæðingar hjá lömbum rétt fyrir burð, í burði eða eftir hann séu meðal algengustu ástæðna lambadauða. Bændur geti dregið úr tjóninu þekki þeir áhættuþættina. Hann segir algengast að lömbin verði fyrir slysi þegar kindurnar ryðjist hver um aðra, út um dyr eða berji hver á annarri. „Kindurnar eru viðkvæmari eftir að byrjað var að rýja að vetrinum og engin ull dregur úr álagi.“

Þá nefnir Sigurður að meiri líkur séu á erfiðum burði þegar lömbin séu stór. Eins sé þá frekar hætt við að naflastrengurinn klemmist. „Kunni menn til verka er hægt að draga úr þessari hættu. Í fyrsta lagi með því að láta lömbin ekki verða eins stór með minni fóðrun, telja fóstrin og fóðra ærnar eftir því hvort þær eru að byggja sig upp með tvö fóstur eða gangi með eitt lamb.“

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka